Staðsetning

Húsnæðið sem hýsir Sandkastalann er að Viðarhöfða 1 í Reykjavík. 

Sandurinn

Sandurinn í salnum er sér innfluttur fyrir okkur og skapar aðstöðu eins og best verður á kosin. Lítið ryk sem þyrlast upp og mjúkt að fleygja sér í hann. Alls eru 5 gámar af sandi í húsinu.

Vellirnir

Um er að ræða tvo velli sem eru í útleigu. Sá fremri er minni en hann er rétt tæplega stærð á keppnisvelli í strandblaki (16m x 8m). Innri salurinn er mun stærri og rúmar rúmlega góðan keppnisvöll. 

 

Aðstaðan

Á staðnum er salernisaðstaða, 2 sturtur og búningsklefi.

 

Uppsett eru net á báðum völlum og einhverjir boltar á svæðinu.

 

Athugið að ekki er starfsmaður á svæðinu, heldur fá þeir sem eiga bókað PIN númer að útidyrahurð til að komast inn á svæðið.

 

Öryggismyndavélar eru á svæðinu til að koma í veg fyrir þjófnað eða til að tryggja öryggi manna og muna.