Spurningar og svör

Á hvaða tímum er hægt að æfa?

Sandkastalinn er opinn allan sólahringinn. Þú færð aðgangskóða þegar þú ert með skráðan tíma. Engin starfsmaður verður á staðnum.

Hvað kostar að leigja völl?

Öll verð eru á síðunni Verðskrá

 

Get ég skipt upp greiðslum?

Greiða þarf fyrir tímabilið í einni greiðslu í upphafi.

 

Er hægt að skipta greiðslunum á milli okkar?

Einn aðili þarf að ábyrgjast alla greiðsluna og sjá um að rukka hina í hópnum.

 

Er hægt að leigja stakan tíma?

Já, sjá nánar á Tímabókanir.

 

Hvernig er greitt fyrir tímann?

Eingöngu er hægt að greiða með beingreiðslum sem stendur.

 

Þarf ég að panta aftur völl eftir að 6 mánuðurnir eru liðnir?

Mánuði áður en tímabilið er liðið verður sendur út póstur og áskrifendum gefinn kostur á að halda tímanum sínum með því að greiða næsta tímabil. Ef hópur greiðir ekki næsta tímabil þá losnar tíminn fyrir aðra til að panta.

 

Get ég keypt kort á staðnum?

Eingöngu er hægt að kaupa í gegnum bókunarkerfið okkar á vefnum.

 

Hvernig leigir maður tíma?

Á forsíðunni á heimasíðunni er hnappur sem fer með þig á síðu með leiðbeiningum.


Hvað er æskilegt að vera með stóran hóp?

Mælum með að vera minnst sex saman um hvern tíma en 8-10 manns er líka gott. Stundum komast ekki allir en auðvelt að skiptast á ef allir komast.

 

Er hægt að leigja báða vellina í einu?

Það er hægt og það er góð hugmynd.

 

Eru búningsklefar á staðnum?

Já, það verða tvær sturtur og aðstaða til að skipta um föt.

 

Er salerni?

Þú munt svitna svo mikið að líklega þarftu ekki á því að halda. En jú, engar áhyggjur.

 

Hvaða búnaður verður á staðnum?

Uppsett net, súlur, línur og einhverjir boltar.

 

Hvernig kemst ég inn?

Þú færð sendan skráningarkóða í tölvupósti til opna hurðina þegar þú ert með leigðan tíma.

 

Er þetta bara fyrir strandblak?

Hægt verður að æfa aðrar íþróttir í sandinum en í upphafi verða bara græjur fyrir strandblak.

 

Þarf ég að koma með eigin bolta?

Það verða einhverjir boltar á svæðinu en ef þú vilt vera með góðan bolta er vissara að taka hann með.

 

Er hægt að kaupa veitingar?

Það verður drykkjarsjálfsala á staðnum. 

 

Verður gaman?

SVAKALEGA!